Fékk líklega heilablóðfall í beinni

Talið er að Ron Paul hafi fengið heilablóðfall í beinni …
Talið er að Ron Paul hafi fengið heilablóðfall í beinni útsendingu í gær. Ljósmynd/JONATHAN ERNST

Sérstakt atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu varð til þess að Ron Paul, fyrrum þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna og fyrrum forsetaframbjóðandi var lagður inn á sjúkrahús. Hann er nú sagður við ágæta heilsu.

Paul var í miðri setningu þegar skyndilega fór að bera á málstoli og orð hans urðu illskiljanleg. Þáttastjórnandinn var ekki lengi að átta sig á aðstæðum og var Paul í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

Í gærkvöld birtist mynd af Paul á Twitter og stóð þar undir: „Mér líður vel, takk fyrir stuðninginn.“ Hefur því verið haldið fram að Paul hafi fengið heilablóðfall en hafa talsmenn hans ekkert fullyrt þar um.

mbl.is