Kærður vegna neikvæðrar umsagnar á Tripadvisor

Neikvæð ummæli á Tripadvisor geta greinilega komið mönnum í koll.
Neikvæð ummæli á Tripadvisor geta greinilega komið mönnum í koll. AFP

Bandaríkjamaður hefur verið kærður af taílenskum ferðamannastað vegna neikvæðrar umsagnar sem hann gaf staðnum.

Maðurinn á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Eitthvað er um að menn ferðist innanlands á Taílandi en þar er tíðni kórónuveirunnar heldur lág. Á meðal áfangastaða er eyjan Koh Chang sem er þekkt fyrir fagrar strendur sínar.

Wesley Barnes komst aftur á móti í vandræði eftir að hafa gist á hótelinu Sea View Resort á eyjunni eftir að hann skrifaði neikvæða umsögn um fríið sitt.

„Eigandi Sea View Resort kvartað yfir því að maðurinn hefði sett inn færslu með neikvæðri umsögn um hótelið hans á vefsíðu Tripadvisor,“ sagði Thanapon Taemsara hjá lögreglunni í Koh Chang.

Hann sagði að Barnes væri sakaður um að hafa „skaðað orðstír hótelsins“ og rifist við starfsfólk fyrir að vilja ekki greiða aukagjald fyrir að hafa komið með áfengi inn á hótelið.

„Barnes, sem starfar á Taílandi, var handtekinn og fluttur aftur á eyjuna Koh Chang þar sem hann var yfirheyrður í stutta stund og síðan sleppt lausum gegn lausnargjaldi.

Í umsögninni á Tripadvisor sem Barnes skrifaði í júlí kom fram að hann hefði hitt „óvingjarnlegt starfsfólk“ sem „hagaði sér eins og það vildi ekki að neinn væri hérna“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert