Samkomubann í stórum hluta Bretlands

Boris Johnson kynnti nýju reglurnar á stafrænum blaðamannafundi á miðvikudag.
Boris Johnson kynnti nýju reglurnar á stafrænum blaðamannafundi á miðvikudag. AFP

Hertar samkomutakmarkanir hafa tekið gildi fyrir fjórðung landsmanna á Bretlandi, í Leeds, Wigan, Stockport og Blackpool, þar sem einstaklingum sem ekki deila heimili er nú óheimilt að koma saman. Sömu takmarkanir taka gildi á morgun í Wales, Cardiff og Swansea.

Útbreiðsla faraldursins hefur verið hröð að undanförnu. 6.042 tilfelli hafa greinst síðastliðinn sólarhring og hafa 35 látið lífið af völdum Covid-19 síðastliðna 28 daga. Dauðsföll í Bretlandi eru nú samtals orðin 6 þúsund talsins, að því er BBC greinir frá

Ný tilfelli voru 714 talsins í Skotlandi í dag, sem er hæsta tala smita sem upp hefur komið þar í landi frá byrjun faraldursins. Í Norður-Írlandi er faraldurinn einnig á uppleið samkomubann í gildi og smit 319 talsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert