Stökk á eftir sakborningi á flótta

Lögreglumaðurinn stekkur á eftir manninum.
Lögreglumaðurinn stekkur á eftir manninum. Mynd/Skjáskot

Sakborningur í Ohio í Bandaríkjunum reyndi að flýja úr dómsal þegar kveða átti upp dóm yfir honum vegna fíkniefnabrots.

Nickolaus Garrisson náði að losna úr haldi lögreglumanna og tók á rás út úr salnum.

Einn lögreglumaður stökk á eftir honum en meiddist við það er hann lenti illa í stiganum með höfuðið á undan sér, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

Eftir að hafa verið eftirlýstur í þrjá daga en Garrison kominn aftur í varðhald, að sögn BBC. 

mbl.is