Tilkynna ekki um framsal fyrr en eftir kosningar

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks.
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks. AFP

Ekki verður tilkynnt hvort Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Þetta kemur fram í máli bresks dómara í réttarhöldunum yfir Assange. Réttarhöld yfir Assange hafa staðið yfir í fáeinar vikur eftir að þeim var áfram haldið í kjölfar hlés sem gert var vegna kórónuveirunnar.

Assange er ekki sakaður um neitt ólöglegt athæfi í Bretlandi og snúast réttarhöldin eingöngu um hvort réttlætanlegt sé af breskum stjórnvöldum að framselja hann til Bandaríkjanna, þar sem hann fer fyrir dóm sakaður um njósnir.

Lögmaður Assange bað um að niðurstöður réttarhaldanna yrðu ekki birtar fyrr en að forsetakosningum loknum svo frambjóðendur fari ekki að gera sér mat úr máli hans, en Trump bandaríkjaforseti hefur verið ötull talsmaður þess að Assange verði framseldur. Á það hefur nú verið fallist, eins og fyrr segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert