Tré féll á sex ára stúlku

Tréð féll á stúlkuna á skólalóð Gosforth Park First School …
Tréð féll á stúlkuna á skólalóð Gosforth Park First School í Newcastle, með þeim afleiðingum að hún lét lífið. Ljósmynd/Google Maps

Sex ára stúlka lenti undir tré á föstudag á skólalóð Gosforth Park First School í Newcastle í Bretlandi og lést af sárum sínum í dag. Um hádegisbil í gær barst lögreglu tilkynning um atvikið og stúlkan var flutt á sjúkrahús. Hún hafði slysið ekki af.

Hvassar vindhviður mældust á svæðinu á föstudag en lögreglan í Northumbria hefur sett af stað rannsókn vegna málsins og vottaði sömuleiðis fjölskyldu stúlkunnar samúð sína, í samtali við fréttamiðilinn Sky News

mbl.is