Gætu endurskoðað dóm sem lögleiddi þungunarrof

Amy Coney Barrett.
Amy Coney Barrett. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það „klárlega mögulegt“ að hæstaréttadómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði endurskoðaður ef að tilnefning Amy Coney Barrett til hæstaréttardómara verður samþykkt af Bandaríkjaþingi. Dómurinn sögufrægi kvað á um það að þungunarrof stæðist stjórnarskrá Bandaríkjanna.  

Trump segist ekki hafa rætt þungunarrof við Barrett áður en hann tilkynnti um tilnefninguna í gær. 

Trump segir þó að Barrett sé „klárlega íhaldssöm í hennar skoðunum“.

Bæði demókratar og ýmis kvenréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því að Barrett gæti gert útslagið í að snúa við dóminum frá 1973. Verði skipun Barrett samþykkt verða íhaldssamir dómarar 6 í Hæstarétti Bandaríkjanna. Frjálslyndi armur dómsins telur nú þrjá dómara eftir andlát Ruth Bader Ginsburg í síðustu viku. 

Samkvæmt BBC fullyrðir Trump að hann viti ekki hvernig Barrett muni kjósa fari svo að deilur um þungunarrof fari inn á borð réttarins. 

mbl.is