Hörð átök í Nagorno Karabakh

Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan.
Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. AFP

Rússar hafa krafist þess að vopnahléi verði lýst yfir og friðarviðræður hefjist eftir að hörð átök brutust út á milli hermanna Aserbaídsjan og armenskra aðskilnaðarsinna.

Armenar hafa lýst því yfir að herlög gildi núna á svæðinu. Fregnir hafa borist af því að bæði almennir borgarar og hermenn hafi látist átökunum.

Nagorno Karabakh hefur verið í höndum armenskra aðskilnaðarsinna síðan stríði lauk þar árið 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert