Ung kona fannst látin í Noregi

Norska lögreglan fann konuna látna í íbúðinni.
Norska lögreglan fann konuna látna í íbúðinni. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Kona á þrítugsaldri fannst látin í íbúð í hverfinu Åsane í norsku borginni Bergen seint í gærkvöldi.

Karlmaður í sömu íbúð var fluttur á sjúkrahús en hann er einnig á þrítugsaldri.

Knut Dahl-Michelsen hjá norsku lögreglunni segist í samtali við NRK ekki vita fyrir víst hvað gerðist.

Fjölskylda konunnar eða mannsins hafði sambandi við lögreglu, sem var mætt á staðinn ásamt sjúkrabíl skömmu fyrir miðnætti.

Konan var úrskurðuð látin á staðnum, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is