Yfir milljón dauðsföll vegna COVID-19

COVID-19 sjúklingur í einangrun á spítala í Ísrael. Dauðsföllum fjölgar …
COVID-19 sjúklingur í einangrun á spítala í Ísrael. Dauðsföllum fjölgar dag frá degi. AFP

Dauðsföll á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin fleiri en ein milljón. Veiran fór fyrst að láta á sér bera fyrir tæpu einu ári síðan.

Flest dauðsföll hafa orðið í Bandaríkjunum eða fleiri en 200.000 talsins. Næstflest eru dauðsföllin í Brasilíu, svo Indlandi, Mexíkó og Bretlandi. 

Flest smit hafa einnig greinst í Bandaríkjunum en næstflest tilfelli hafa greinst á Indlandi. Þar er faraldurinn í örum vexti.

Staðfest smit á Indlandi nálgast sex milljónir en 88.600 ný smit voru tilkynnt þar í landi í dag og opinberar tölur leiða í ljós að 5.992.532 tilfelli veirunnar hafa komið upp þar í landi. Tilkynnt var um 1.124 dauðsföll á Indlandi í dag og eru þau nú orðin 94.503 talsins. 

Eins og mbl.is hefur áður greint frá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varað við því að tals­vert lík­legt sé að fórn­ar­lömb kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins verði tvær millj­ón­ir ef ekki verður gripið til vægðarlausra aðgerða á heimsvísu.

Stofn­un­in seg­ir ekki óhugs­andi að önn­ur millj­ón bæt­ist við ef ríki og ein­stak­ling­ar komi sér ekki sam­an um að tak­ast á við far­ald­ur­inn.

„Ein millj­ón er hrika­leg tala og við þurf­um að velta henni fyr­ir okk­ur áður en við för­um að íhuga aðra millj­ón­ina,“ sagði yf­ir­maður neyðar­mála hjá WHO, Michael Ryan, spurður um hvort óhugs­andi væri að dauðsföll næðu tveim­ur millj­ón­um.

Lifandi fréttastreymi Guardian um COVID-19

mbl.is