Merkel heimsótti Navalní á sjúkrahúsið

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní á sjúkrahúsið í Berlín þar sem hann lá inni eftir að hafa verið byrlað eitur.

„Ég er mjög þakklátur Merkel kanslara fyrir að hafa heimsótt mig á sjúkrahúsið,“ sagði Navalní á Twitter, eftir að fregnir af fundinum höfðu birst í þýskum fjölmiðlum.

Navalní, sem er 44 ára, var útskrifaður af Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í síðustu viku. Þar dvaldi hann í þó nokkrar vikur eftir að hafa verið byrlað eitrið Novichok.

Hann veiktist í flugi frá Síberíu til Moskvu í ágúst og segja samherjar hans að þar hafi verið á ferðinni skipulögð árás af hálfu rússneskra stjórnvalda.

Rannsóknarstofur í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð hafa staðfest að honum hafi verið byrlað eitur.

Alexei Navalní.
Alexei Navalní. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert