Ávarpar franska þingið

Emmanuel Macron og Svetlana Tikhanovskaya á samsettri mynd.
Emmanuel Macron og Svetlana Tikhanovskaya á samsettri mynd. AFP

Svetlana Tikhanovckaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, mun ávarpa franska þingið eftir fund með Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem er í opinberri heimsókn í Litháen.

„Við höfum fengið boð um að ávarpa franska þingið og höfum samþykkt það,“ sagði hún í höfuðborg Litháens, Vilníus.

Þangað flúði hún eftir að hafa gagnrýnt forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Ts­íkanovskaja bauð sig fram gegn Alexander Lúka­sj­en­kó, sem verið hef­ur for­seti lands­ins frá 1994, í kosn­ing­un­um. Niður­stöðurn­ar, sem segja Lúka­sj­en­kó hafa hlotið 80% at­kvæða, eru sagðar falsaðar. For­dæma­laus mót­mæli hafa staðið yfir í Hvíta-Rússlandi síðustu vik­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert