Biden birtir skattskýrslurnar

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden, forsetaefni demókrata og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, birti í dag skattskýrslur sínar fyrir síðustu fjögur ár. Biden mun mæta Donald Trump Bandaríkjaforseta í kappræðum í kvöld og þykir það vekja athygli að Biden birti skattskýrslurnar svo skömmu fyrir þær. 

Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að New York Times birti á sunnudag skattskýrslur forsetans, þar sem meðal annars kom fram að hann hafi einungis borgað ríflega 100 þúsund krónur í tekjuskatt árið sem hann varð forseti Bandaríkjanna. 

Samkvæmt skattskýrslunum sem kosningastjórn Biden birti í dag borguðu fyrrum varaforsetinn og eiginkona hans Jill rétt tæplega 300 þúsund bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 40 milljónum króna, í tekjuskatt á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert