Disney segir upp 28.000 starfsmönnum

AFP

Disney tilkynnti fyrr í dag að 28.000 starfsmönnum skemmtigarða fyrirtækisins í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp störfum. 

Fram kemur í frétt Washington Post að um tveir þriðju þeirra starfsmanna sem misstu vinnuna hafi verið í hlutastarfi. 

„Eins erfitt og það er að taka þessa ákvörðun er það eini skynsamlegi kosturinn sem við höfum í ljósi þrálátra áhrifa COVID-19 á viðskiptin okkar, þar með talið takmarkaður fjöldi gesta vegna fjarlægðartakmarkana og áframhaldandi óvissa um lengd faraldursins,“ sagði Josh D'amaro, stjórnarformaður skemmtigarða Disney í tölvupósti til starfsmanna. 

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð áhrif á skemmtigarða í Bandaríkjunum. Á síðasta ársfjórðungi var velta Disney um milljarður dollara, samanborið við 7 milljarða dollara á sama tíma á síðasta ári. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert