Tíu dauðsföll í Svíþjóð síðan á laugardag

AFP

Tíu hafa látist í Svíþjóð af völdum kórónuveirunnar frá því á laugardag. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Alls hafa 5.890 látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð og 92.466 greinst með smit. 

Frá því á föstudag hafa greinst 1.543 ný smit í Svíþjóð en þar í landi er hætt að birta tölur yfir smit daglega. Frá 14. september eru aðeins birtar tölur frá þriðjudegi til föstudags. 

Alls hafa 2.605 þurft á innlögn á gjörgæslu að halda.

Í Danmörku eru 392 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn. Í gær voru þau 435 þannig að þeim fækkar á milli daga og hafa í raun ekki verið jafn fá í 13 daga. Eitt dauðsfall er skráð þar síðan í gær og 107 eru á sjúkrahúsi. Af þeim eru 24 á gjörgæslu, þar af níu í öndunarvél.

24 liggja á sjúkrahúsi í Noregi með COVID-19 og hefur þeim fjölgað um þrjá frá því í gær. Af þeim er einn í öndunarvél. Er það í fyrsta skipti síðan 7. september sem sjúklingur er í öndunarvél í Noregi vegna COVID-19.

NRK

SVT

DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert