Læknaðist af HIV en lést úr krabbameini

Tim Hoeffgen eiginmaður Browns sést hér sinna manni sínum. Hoeffgen …
Tim Hoeffgen eiginmaður Browns sést hér sinna manni sínum. Hoeffgen greindi frá andláti Browns og sagði að síðustu andartökunum hefði Brown varið í faðmi fjölskyldu og vina. „Tim gerði það að ævistarfi sínu að segja frá lækningu sinni og varð þannig ræðismaður vonar“, skrifaði Hoeffgen á Facebook-síðu sína. AFP

Timothy Ray Brown, fyrsti maðurinn sem vitað er til að hafi læknast af HIV er látinn. Brown var 54 ára gamall þegar hann lést úr krabbameini. 

Árið 2007 varð Brown fyrst­ur til þess að lækn­ast af HIV svo vitað sé en hann fékk beinmerg frá gjafa sem var náttúrulega ónæmur fyrir HIV. 

Brown þurfti því aldrei aftur að taka lyf við HIV veirunni sem getur leitt til alnæmis. Alþjóðleg samtök alnæmissjúklinga hafa sagt Brown hafa gefið heiminum von um að lækning við HIV væri möguleg. 

Brown var gjarnan þekktur sem „Berlínar-sjúklingurinn“. Hann fæddist í Bandaríkjunum en bjó í Berlín þegar hann greindist með HIV árið 1995. Árið 2007 greindist hann með blóðkrabbamein. Meðferðin sem hann undirgekkst vegna þess fól meðal annars í sér beinmergsskipti. Beinmergsgjafinn var náttúrulega ónæmur fyrir HIV. 

Frétt BBC

mbl.is