Parísarbúum brá í brún

AFP

Mörgum Parísarbúum brá í brún í morgun þegar gríðarlegur hávaði heyrðist um alla borgina. Um herþotu var að ræða sem rauf hljóðmúrinn að sögn lögreglu í París í færslu á Twitter.

Ákveðið var að senda út tilkynningu þar sem margir óttuðust að um sprengju væri að ræða og var fólk beðið um að hætta að hringja í neyðarlínuna og tilkynna um hávaðann.

Rúður nötruðu í húsum í París og nágrenni og urðu margir skelkaðir enda taugar margra þandar eftir hnífaárás í síðustu viku. Um hryðjuverk var að ræða en árás­in var gerð skammt frá þeim stað er ádeiluritið Charlie Hebdo var til húsa. Maður­inn réðst á fjóra með kjötexi og særði tvo þeirra al­var­lega. Báðir liggja enn á spít­ala og er ástand þeirra stöðugt.

Stanislas Wawrinka og Dominik Koepfer gerðu hlé á leik sínum …
Stanislas Wawrinka og Dominik Koepfer gerðu hlé á leik sínum á meðan mesti hávaðinn var. AFP

Árás­armaður­inn hef­ur játað verknaðinn og seg­ist hafa látið til skar­ar skríða vegna end­ur­birt­ing­ar Charlie Hebdo á mynd­um af Múhameð spá­manni í tengslum við réttarhöld yfir vígamönnum sem gerðu mannskæða árás á ritstjórn blaðsins fyrir rúmum fimm árum. 

Hávaðinn hafði áhrif á Roland Garros-tennismótið þar sem Svisslendingurinn Stan Wawrinka og Þjóðverjinn Dominik Koepfer hættu að spila og störðu furðu lostnir hvor á annan meðan á hávaðanum stóð.

mbl.is