Of mikill sykur til að teljast brauð

Subway. (Subway)
Subway. (Subway)

Deigið sem skyndibitakeðjan Subway notar fyrir samlokur sínar inniheldur of mikinn sykur til að þær megi teljast til brauðs, samkvæmt írskum dómstólum. 

Málareksturinn fyrir Hæstarétti snerist um það hvort Subway ætti að greiða virðisaukaskatt af brauðinu eða ekki, en almenn matvara ber engan virðisaukaskatt þar í landi. 

Subway á Írlandi hélt því fram að fyrirtækið ætti ekki að greiða virðisaukaskatt af brauðinu, en að mati undirréttar er sykurmagnið í deigi brauðsins svo mikið að það getur ekki fallið undir brauð, en á Írlandi er ekki greiddur virðisaukaskattur af brauði.

Hæstiréttur vísaði áfrýjun Subway frá, svo dómur undirréttar stendur. Þar með lýkur 14 ára löngu málavafstri vegna þessa, en á þeim tíma hefur umræddum skattareglum verið breytt.

Sykurmagnið um 10% af þyngd hveitisins

Samkvæmt írskum skattalögum mátti sykurmagn ekki verið meira en 2% af þyngd hveitis í deginu, ef brauð ætti að teljast brauð í skilningi laganna. 

Að mati undirdóms var sykurmagnið í hveitinu, sem notað er í Subway-brauð, um 10% af þyngd hveitisins, sem notað er í brauðið.

„Subway-brauð er, að sjálfsögðu, brauð,“ sagði talsmaður Subway við BBC í kjölfar úrskurðarins. „Við höfum bakað ferskt brauð á stöðum okkar í yfir þrjá áratugi og viðskiptavinir okkar koma aftur dag hvern fyrir samlokur gerðar úr brauði sem lyktar jafn vel og það bragðast.“

Subway mun hér eftir þurfa að greiða 13,5% virðisaukaskatt af brauðinu. 

mbl.is