Gáfu Trump lyf sem enn er á tilraunastigi

Talið er að kórónuveirusmit Bandaríkjaforseta muni setja kosningabráttuna í aðdraganda …
Talið er að kórónuveirusmit Bandaríkjaforseta muni setja kosningabráttuna í aðdraganda forsetakosninganna 3. nóvember í uppnám. AFP

Búið er að gefa Donald Trump Bandaríkjaforseta skammt af gerviefnablönduðum sýklalyfjum sem ekki hafa fengið leyfi bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA) til þess að reyna að vinna gegn einkennum kórónuveirunnar.

Trump tilkynnti á twittersíðu sinni í gærnótt að hann og kona hans Melania væri smituð. Sýklalyfjablandan sem læknar forsetans hafa gefið honum er enn á tilraunastigi og ekki sögð tilbúin til notkunar á mönnum.

Trump er sagður vera „þreyttur en í annars ágætu ástandi.“

„Trump er undir ströngu eftirliti sérfræðilækna og er líðan hans og Melaniu könnuð í sífellu. Við munum gera okkar besta til þess að ráðleggja forsetahjónunum eins vel og við getum,“ er haft eftir Sean Conley, lækni forsetans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert