Macron tekur á islömskum aðskilnaðarsinnum

Emmanuel Macron flytur ræðu sína um stríðið gegn aðskilnaðarstefnum.
Emmanuel Macron flytur ræðu sína um stríðið gegn aðskilnaðarstefnum. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir heim múslíma um allar jarðar eiga í kreppu. Boðaði hann í dag harðari lagasetningu til að takast á við „íslamska aðskilnaðarstarfsemi“. Varði hann veraldleg gildi við það tækifæri.

Macron sagði hætt við að að minnihluti hinna sex milljóna múslima stofnaði
„gagnsamfélag“. Meðal aðgerða til að draga úr sundrungu eru strangara eftirlit með skólum og stjórnun fjármögnunar bygginga bænahúsa.

Beðið hafði verið með eftirvæntingu eftir ræðu Macrons í dag  en á hann hefur verið þrýst um að taka á róttækni múslima vegna öryggissjónarmiða.

Boðskapur forsetans féll ekki í góðan jarðveg hjá ýmsum aðgerðarsinnum múslima sem sökuðu Macron um að reyna kúga íslam í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert