Fleiri fallnir í „lokabaráttunni“

Lögreglumaður á vakt í borginni Stepanakert, helstu borg Nagorno-Karabakh-héraðsins.
Lögreglumaður á vakt í borginni Stepanakert, helstu borg Nagorno-Karabakh-héraðsins. AFP

Stjórnvöld í Armeíu segja að 51 hermaður til viðbótar hafi látið lífið í átökum við heri Asera um yfirráð yfir Nagorno-Kara­bakh-héraði. Héraðið er op­in­ber­lega hluti Aser­baíd­sj­an en héraðinu er stjórnað af Armen­um. 

Ríkin tvö háðu stríð um héraðið á ár­un­um 1988-1994 en átökin sem hófust síðasta sunnudag eru þau mestu frá því stríðinu lauk.

Ríkisstjórn Armeníu hefur birt á netinu nöfn allra þeirra sem fallið hafa í valinn, en nokkrum klukkustundum fyrr sagði Arayik Harutyunyan, leiðtogi aðskilnaðarsinna, að „lokabaráttan“ við herlið Asera væri að hefjast og hann væri á leið í fremstu víglínu.

Stjórnvöld í Íran hafa varað stríðandi fylkingar við hvers konar „ágangi“ á íranskt landsvæði eftir að sprengja sprakk í þorpi sem á landamæri að héraðinu umdeilda. Utanríkisráðherra landsins, Saeed Khatibzadeh, kallaði eftir því í yfirlýsingu að stríðandi fylkingar legðu niður vopn, og sagði Írana tilbúna til að leiða viðræður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert