Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh

Skemmdir í borginni Ganja, sem er á yfirráðasvæði Asera, eftir …
Skemmdir í borginni Ganja, sem er á yfirráðasvæði Asera, eftir sprengjuárásir Armena. AFP

Átök halda áfram í og við sjálfstjórnarhéraðið Nagorno-Karabakh, en það er op­in­ber­lega hluti Aser­baíd­sj­an en er stjórnað af Armen­um. Í morgun greindu yfirvöld í Aserbaídsjan frá því að Armenar hefðu gert árás á Ganja, næststærstu borg landsins. Átök eru einnig í fleiri borgum héraðsins og greindu fréttamenn AFP frá því að þeir hefðu heyrt nokkrar sprengingar í borginni Stepanakert.

Yfir 240 manns hafa fallið í átökunum sem nú hafa staðið í á aðra viku. Eru þetta hörðustu áttökin í héraðinu í mörg ár. Lýðveld­in tvö háðu stríð um héraðið á ár­un­um 1988-1994. Óljóst er hvað olli átök­un­um, sem eru þau mestu síðan vopna­hléi var komið á árið 1994.

Skemmdir á fjölbýlishúsi í Stepanakert, sem er hluti af sjálfstjórnarhéraðinu …
Skemmdir á fjölbýlishúsi í Stepanakert, sem er hluti af sjálfstjórnarhéraðinu Nagorno-Karabakh, eftir árásir Asera. AFP

Á vef varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan var greint frá því í morgun að Armenar hefðu skotið eldflaugum á Ganja, þar sem búa yfir 330 þúsund manns, og nokkrar aðrar borgir.

Herir Aserbaídsjan hófu jafnframt stórskotahríð á Stepanakert, stærstu borg sjálfstjórnarhéraðsins Nagorno-Karabakh, en þrátt fyrir að vera hluti af Aserbaídsjan er borginni og héraðinu stýrt af Armenum. Sagði talsmaður armenska varnarmálaráðuneytisins að Aserar væru að skjóta eldflaugum á borgaraleg skotmörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert