Starfshópur til að meta hæfni Trumps

Nancy Pelosi á Bandaríkjaþingi.
Nancy Pelosi á Bandaríkjaþingi. AFP

Bandaríski demókrataflokkurinn ætlar að senda frá sér frumvarp um stofnun starfshóps til meta það hvort Donald Trump eða aðrir forsetar hafi getuna til að inna af hendi embættisskyldur sínar.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarpið eigi að „hjálpa til við að tryggja árangursríka stjórnun, án utanaðkomandi truflunar, í æðsta embætti framkvæmdavaldsins“.  

Frumvarpið tengist 25 viðauka stjórnarskrárinnar þar sem leyfi er gefið fyrir því að varaforseti taki við stjórninni komið það í ljós að forsetinn geti ekki uppfyllt skyldur sínar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Áhyggjur af geðheilsu Trumps

Frumvarpið er lagt fram í kjölfar þess að Trump smitaðist af kórónuveirunni og lá inni á sjúkrahúsi í þrjár nætur.

Demókratar hafa áhyggjur af geðheilsu forsetans en í þessari viku hefur hann sent frá sér röð skrítinna tísta, auk þess sem hann vakti undran margra í viðtali við Fox Business í gær þar sem hann sagðist m.a. hafa sigrast á veirunni vegna þess að „ég er fullkomið líkamlegt eintak og ég er einstaklega ungur“.

mbl.is