Gripið til vopna í vopnahléi

Yasin Budakov, 40 ára íbúi í Nagorno-Karabakh héraði heldur á …
Yasin Budakov, 40 ára íbúi í Nagorno-Karabakh héraði heldur á kettlingi sem hann fann á lífi í gjöreyðilagðri íbúð sinni. AFP

Þrátt fyrir að vopnahlé í deilu Armena og Asera hafi tekið gildi í morgun eru þjóðirnar nú þegar farnar að ásaka hvor aðra um að brjóta í bága við vopnahléið. Átök þjóðanna vegna héraðsins Nagorno-Karabakh hafa staðið yfir í um tvær vikur.

Eftir um 11 klukkustunda viðræður í Moskvu samþykktu þjóðirnar vopnahlé sem tók gildi í morgun. Hléið virðist ekki hafa haldið lengi og sagði talskona armenska varnamálaráðuneytisins að Aserar hefðu tekið upp vopn í hádeginu. 

Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan gaf það þá út að Armenar hefðu gripið til vopna og væru nú að ráðast á tvö svæði innan héraðsins þar sem fjöldi fólks býr. 

Meira en 450 hafa fallið í átökum nágrannaþjóðanna sem hófust fyrir tveimur vikum og eru þúsundir á vergangi vegna þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert