Barron Trump smitaðist

Barron Trump ásamt móður sinni, Melaniu.
Barron Trump ásamt móður sinni, Melaniu. AFP

Barron Trump, 14 ára gamall sonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, smitaðist af kórónuveirunni en er nú laus við óværuna, að sögn Melaniu Trump forsetafrúar. Hún segir að sinn versti ótti hafi ræst þegar Barron reyndist smitaður. 

„Sem betur fer er hann sterkur unglingur og sýndi engin einkenni,“ segir Melania. 

Bæði Melania og Donald smituðust af kórónuveirunni, sem og fleiri í innsta hring forsetans, en þau hafa nú bæði jafnað sig. 

Forsetinn sagði í kvöld að Barron, sem er yngsti sonur forsetans, hefði það gott.

mbl.is