Héldu upp á afmælisdag Georges Floyds

Fólk kom saman í Minneapolis í Minnesota í dag til þess að halda upp á afmælisdag Georges heitins Floyds, sem lést í maí á þessu ári eftir að lögreglumaður lagðist af fullum þunga ofan á háls hans með þeim afleiðingum að Floyd kafnaði.

Gríðarleg mótmælaalda braust út í Bandaríkjunum í kjölfarið þar sem lögregluofbeldi í garð þeldökkra var mótmælt. Hinstu orð Floyds urðu síðan að slagorði mótmælenda: „Ég get ekki andað“ (e. I can't breathe).

George Floyd var fæddur árið 1973 og hefði því orðið …
George Floyd var fæddur árið 1973 og hefði því orðið 47 ára gamall í dag. AFP

Floyd var handtekinn í Minneapolis hinn 25. maí vegna gruns um að hafa falsað ávísun upp á 20 dollara. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem handtók Floyd og var síðar ákærður fyrir morðið á honum, hefur nú verið látinn laus gegn tryggingu upp á eina milljón dollara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert