Afhöfðun kennara hryðjuverk

Lögregla á vettvangi í París nú síðdegis.
Lögregla á vettvangi í París nú síðdegis. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði fyrr í dag að morðið á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund væri hryðjuverk.

Franskir fjölmiðlar greina frá því að karlmaður vopnaður hníf hafi ráðist á kennarann og afhöfðað við skóla í úthverfi Parísar. Kennarinn hafði tíu dögum áður rætt við framhaldsskólanemendur sína og sýnt þeim skopmyndir af Múhammeð.

Lögregla skaut árásarmanninn til bana.

Macron ræddi við fjölmiðla þar sem voðaverkið var framið og sagði að þjóðin stæði með kennaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina