Lýsa eftir tveimur lögreglumönnum

Sænsku „lögreglumannanna
Sænsku „lögreglumannanna" hefur verið saknað í marga mánuði. AFP

Sænskur byggingaverktaki hefur boðið peningaverðlaun handa hverjum þeim sem kann að vita um adrif tveggja lögreglumanna sem saknað hefur verið í nokkra mánuði – reyndar ekki lögreglumönnunum sjálfum, heldur styttum af þeim.

Bronsstrytturnar tvær, Vaktaren og Poliskonstapeln, hafa staðið vaktina við inngang fyrrum lögreglustöðvar í Malmö síðan hún var byggð árið 1934. Byggingaverktakinn Riksbyggen ætlar sér að breyta gömlu lögreglustöðinni í íbúðarhúsnæði en segir stytturnar vera mikilvægan þátt í sögu byggingarinnar.

Styttanna hefur verið saknað í nokkra mánuði og fá þeir sem upplýsingar geta veitt um þær 10 þúsund sænskar krónur í verðlaun (158.000ISK). Auðvitað að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að stytturnar finnist.

Þegar síðast sást til þeirra var Vaktaren klæddur í kápu, klossa og hafði kaskeiti á höfðinu en Poliskonstapeln var klæddur í hefðbundinn einkennisbúning sænskra lögreglumanna frá árinu 1926: röndótta kápu og stígvél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert