Ættingjar ódæðismannsins handteknir

AFP

Fjórir voru handteknir í París í gærkvöldi í tengslum við morð á kennara sem var afhöfðaður fyrir utan skólann síðdegis í gær. Kennarinn hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund.

Samkvæmt frétt AFP voru hin handteknu skyld árásarmanninum og hann sagður 18 ára Tsjetsjeni. Þar kemur einnig fram að foreldrar ódæðismannsins létu í ljós óánægju sína við skopmyndasýningu kennarans.

Árásarmaðurinn flúði eftir ódæðið en lögregla skaut hann til bana.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti sagði morðið hryðjuverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert