Bargestir hópuðust saman í London

Hópamyndun fyrir utan bari og skemmtistaði í London í gærkvöldi …
Hópamyndun fyrir utan bari og skemmtistaði í London í gærkvöldi þótti víða full mikil. AFP

Lögregla þurfti að dreifa stórum hópi fólks sem hópast hafði saman á götum úti í miðborg Lundúna í gærkvöldi skömmu áður en hertar reglur vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla voru nokkrir handteknir í Soho hverfinu í höfuðborginni þar sem fólk mótmælti hertum reglum sem tóku gildi á miðnætti.

Piers Cor­byn, bróðir Jeremys Cor­byns, fyrr­ver­andi leiðtoga Verka­manna­flokks­ins, sem áður hefur verið sektaður fyrir að brjóta reglur vegna kórónuveirufaraldursins, studdi mótmælendur. 

mbl.is