Gagnrýnd fyrir utanlandsferð í miðjum heimsfaraldri

Willem-Alexander konungur og Maxima drottning.
Willem-Alexander konungur og Maxima drottning. AFP

Hollenska konungsfjölskyldan hefur sætt gagnrýni fyrir utanlandsferð til Grikklands í miðjum heimsfaraldri. Fríið varði aðeins einn dag. 

Willem-Alexander konungur og Maxima drottning flugu til Grikklands á föstudag, en í kjölfar gagnrýni á ferðalagið flugu þau aftur til Hollands á laugardagskvöld. Fjölskyldan flaug með einkaþotu til Grikklands og brutu með því engar sóttvarnareglur, en þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir þá ákvörðun að fara í frí þegar almenningi er ráðlagt að halda sig heima. 

Fram kemur á BBC að ekki liggur fyrir hverjir innan ríkisstjórnar Hollands hafi haft vitneskju um frí fjölskyldunnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa hvatt Mark Rutte forsætisráðherra landsins til að útskýra af hverju hann hafi ekki hvatt konungsfjölskylduna til að hætta við fríið. 

Yfir 8.000 kórónuveirusmit greindust í Hollandi í dag. Veitingastöðum og börum hefur verið gert að skella í lás næstu vikurnar. 

Konungshöllin í Haag.
Konungshöllin í Haag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert