Barir fullir og tilfellum fjölgar

Frá Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Frá Moskvu, höfuðborg Rússlands. AFP

Alls létust 185 af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Rússlandi síðasta sól­ar­hring­inn og 15.099 tilfelli voru staðfest þar í landi. Þrátt fyrir aukinn fjölda tilfella síðustu daga í höfuðborginni Moskvu hafa aðgerðir ekki verið hertar þar.

Fram kemur í frétt AP að troðið hafi verið á vinsælum börum og veitingastöðum í Moskvu á föstudagskvöldið.

Rætt er við almenna borgara og telja þeir að flestir muni smitast á endanum af veirunni.

Þrátt fyrir að daglegur fjöldi tilfella sé meiri nú en í vor eru rússnesk yfirvöld treg til að herða takmarkanir vegna ótta um áhrifin sem það hafi á fyrirtæki.

mbl.is