Segist njóta stuðnings til að sitja áfram

Mál Franks Jensens yfirborgarstjóra á forsíður dönsku blaðanna þessa dagana.
Mál Franks Jensens yfirborgarstjóra á forsíður dönsku blaðanna þessa dagana. mbl.is/Alexander

Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, segist hafa stuðning samflokksfólks síns í Jafnaðarmannaflokknum til að sitja áfram í embætti. Fjöldi kvenna hafa sakað Jensen um kynferðislega áreitni. 

DR greinir frá því að Jensen hafi viðurkennt þær sakir sem á hann hafa verið bornar. Hann segir sig þurfa að axla ábyrgð og biðja þær konur sem sakað hafa hann um áreitni afsökunar. 

Frank Jen­sen hef­ur verið yf­ir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafn­ar í ára­tug og vara­formaður Sósí­al­demó­krata­flokks­ins til átta ára, næ­stráðandi í flokkn­um á eft­ir Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra.  

Tvisvar áður, árin 2012 og 2014, komu álíka mál upp. 

Kon­an sem stíg­ur nú fram heit­ir Maria Gudme og sit­ur í svæðisráði sósí­al­demó­krata á danska höfuðborg­ar­svæðinu. Það ger­ir hún í viðtali við Jót­land­s­póst­inn þar sem lýs­ir hún því hvernig Jen­sen áreitti hana á bar árið 2012 með því að strjúka á henni inn­an­vert lærið. Hún starfaði þá sem rit­ari fyr­ir svæðis­deild flokks­ins. Nokk­ur vitni staðfesta sög­una í um­fjöll­un Jót­land­s­pósts­ins. Þá er einnig greint frá öðru sam­bæri­legu máli, en sú kona er ekki nafn­greind.

mbl.is