Fjögur skólabörn í haldi frönsku lögreglunnar

Kona horfir á blóm við inngang skólans þar sem maðurinn …
Kona horfir á blóm við inngang skólans þar sem maðurinn kenndi. AFP

Fjögur skólabörn voru í haldi frönsku lögreglunnar í dag, grunuð um að hafa hjálpað manni sem afhöfðaði sögukennara við að bera kennsl á fórnarlamb hans. Talið er að hann hafi greitt þeim fyrir upplýsingarnar.

Skólabörnin voru á meðal fimmtán manns sem lögreglan handtók vegna morðsins, þar af hefur einn þeirra áður verið dæmdur fyrir glæpi tengda hryðjuverkum. Hann hefur játað að hafa haft samband við manninn sem drap kennarann Samuel Paty fyrir að sýna nemendum  sínum skopmyndir af Múhameð spámanni, að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar.

Árásarmanninum var „bent á“ Paty af „einum eða fleiri nemendum, líklega gegn greiðslu“, sagði heimildarmaðurinn.

TOPSHOT - A photo shows flowers,
TOPSHOT - A photo shows flowers, AFP

Foreldrar morðingjans, afi og yngri bróðir voru handteknir um helgina og eru enn í varðhaldi.

Á meðal annarra í haldi er þekktur öfgasinnaður íslamisti og faðir eins nemenda Paty sem efndi til herferðar á netinu gegn kennaranum.

Einn er í haldi grunaður um að hafa ekið morðingjanum og annar fyrir að hafa verið með honum er hann keypti eitt af vopnunum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina