Instagram til rannsóknar á Írlandi

AFP

Yfirvöld á Írlandi eru nú með til rannsóknar hvernig samfélagsmiðillinn Instagram fer með persónulegar upplýsingar um börn. 

Ef eigandi Instagram, sem er Facebook, verður talinn hafa brotið persónuverndarlög á hann yfir höfði sér háar fjársektir, samkvæmt frétt BBC.

Rannsóknin hófst í kjölfar kvartana um að Instagram hafi gert persónuupplýsingar opinberar fyrir hvern þann sem skráði sig inn á smáforritið. Höfuðstöðvar fjölda stórra bandarískra tæknifyrirtækja í Evrópu eru á Írlandi.

Algengt er að krakkar skipti yfir í aðgang ætlaðan í viðskiptum. Vísar BBC til þess að netöryggisfræðingur hafi í fyrra bent á að á einu ári hafi að minnsta kosti 60 milljónir notenda Instagram yngri en 18 ára verið boðið upp á að skipta yfir í aðgang ætlaðan viðskiptum. Þá þurfi þau að gefa upp símanúmer og netföng sem Instagram birtir síðan hverjum þeim sem vill sjá. Sömu upplýsingar eru persónurekjanlegar í HTML kóðanum sem gerir hökkurum auðvelt fyrir með að hakka sinn á síður þeirra. 

Frétt BBC 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert