Flóðbylgja í kjölfar skjálfta af stærð 7,5

Kort/Google

Jarðskjálfti af stærð 7,5 sem gekk yfir Alaska í gærkvöld leiddi af sér flóðbylgju. Hún sendi af stað tvær háar öldur, hvora 1,3 metra háa. Sjónarvottar á ströndinni sáu öldur sem voru tæplega 50 sentimetra háar. 

Nú fylgjast yfirvöld í Alaska með höfnum á um 800 kílómetra löngu svæði með fram strandlengjunni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í kjölfar skjálftans en henni hefur nú verið aflétt. 

Frétt CNN

mbl.is