Forseti í lífstíðarfangelsi fyrir morð á arftaka

Pierre Buyoya, fyrrverandi forseti Búrúndí (t.h.).
Pierre Buyoya, fyrrverandi forseti Búrúndí (t.h.). AFP

Fyrrverandi forseti Búrúndí, Pierre Buyoya, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í morði á Melchior Ndadaye, sem tók við forsetastólnum af honum árið 1993.

Ndadaye var fyrsti forseti landsins sem kjörinn var lýðræðislega, en hann var myrtur við valdaránstilraun aðeins fjórum mánuðum eftir að hann tók við embætti. Morðið leiddi til borgarastyrjaldar sem leið ekki undir lok fyrr en árið 2006, en þá höfðu 300.000 manns látið lífið hennar vegna.

Melchior Ndadaye var myrtur skömmu eftir að hann tók við …
Melchior Ndadaye var myrtur skömmu eftir að hann tók við forsetaembættinu. AFP

Buyoya sótti ekki dómþing og var því útivistardómur kveðinn yfir honum, þar sem hann var dæmdur í fangelsi til lífstíðar. Í dag starfar hann sem fulltrúi Malí í Afríkusambandinu, og er virtur stjórnmálamaður í heimsálfunni samkvæmt AFP-fréttaveitunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert