Handtekin fyrir að hjóla án höfuðslæðu

Konum í Íran er skylt að bera höfuðslæðu, eða „hijab“, …
Konum í Íran er skylt að bera höfuðslæðu, eða „hijab“, á almannafæri. AFP

Ung kona var í dag handtekin í Íran fyrir að hjóla án höfuðslæðu, en slíkt athæfi „móðgar hina íslömsku „hijab“,“ að sögn ríkisfréttamiðils landsins.

Stutt myndband af konunni hjólandi slæðulausri fyrir framan mosku var dreift á samfélagsmiðlum í gær.

Samkvæmt AFP-fréttaveitunni varð myndbandið til þess að klerkar og íbúar á svæðinu efndu til mótmæla. „Ástæður þessarar háttsemi hennar eru til rannsóknar,“ segir ríkisstjóri Najafabad-héraðs.

Íslömsk lög, sem sett voru í kjölfar byltingar í Íran árið 1979, gera konum það skylt að klæðast höfuðslæðu sem hylur hár þeirra og háls á almannafæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert