Páfi fylgjandi staðfestri samvist samkynhneigðra

Frans páfi á gangi ásamt erkibiskupnum Bart­holomew fyrsta.
Frans páfi á gangi ásamt erkibiskupnum Bart­holomew fyrsta. AFP

Frans páfi segir í nýrri heimildarmynd að samkynhneigð pör eigi rétt á því að vera í staðfestri samvist.

Í myndinni Francesco sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í dag sagði argentínski páfinn að samkynhneigðir „eigi rétt á því að vera í fjölskyldu“.

„Þetta eru börn Guðs, þau eiga rétt á fjölskyldu,“ sagði hann í myndinni, sem Evgeny Afineevsky leikstýrði.

„Við þurfum að búa til lög um staðfesta samvist því þau eiga rétt á því að fá lagalega vernd. Ég styð það,“ bætti hann við.

Hingað til hefur páfinn lýst yfir andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og sagt að hjónaband skuli eingöngu vera á milli karls og konu. „Síðan hann tók við embættinu hefur páfinn talað af virðingu við samkynhneigða og verið á móti því að brotið sé gegn þeim,“ sagði Vanie de Luca, sérfræðingur í málefnum Vatíkansins.

„Það sem er nýtt núna er að hann er fylgjandi lögum um staðfesta samvist.“‘

Sam­kvæmt kenn­ing­um kirkj­unn­ar er sam­kyn­hneigð ónátt­úru­leg og hef­ur kaþólska kirkj­an bar­ist gegn hjóna­bönd­um sam­kyn­hneigðra.

Frans hef­ur þó frá upp­hafi páfatíðar sinn­ar hef­ur verið umb­urðarlynd­ari í garð sam­kyn­hneigðra en for­ver­ar hans og tönnlast á skil­yrðis­lausri ást al­mætt­is­ins í garð barna sinna og sagt að „sam­kyn­hneigðar kennd­ir“ væru ekki synd.

Hann hef­ur þó einnig látið hafa eft­ir sér að ekk­ert pláss sé fyr­ir sam­kyn­hneigða inn­an presta­stétt­ar­inn­ar og sagst ótt­ast að sam­kyn­hneigð sé „í tísku“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert