Yfir ein milljón smita á Spáni

Sjúkraþjálfari í Madríd á Spáni aðstoðar sjúkling við æfingar sem …
Sjúkraþjálfari í Madríd á Spáni aðstoðar sjúkling við æfingar sem er að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunnu. AFP

Spánn er orðin fyrsta þjóðin innan Evrópusambandsins til að fara yfir eina milljón kórónuveirusmita.

Síðasta sólarhringinn greindust 16.973 smit í landinu, að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Þar með fór heildarfjöldi smita upp í 1.005.295. Fyrsta smitið í landinu greindist 31. janúar á eyjunni La Gomera á Kanaríeyjum.

Af þessum fjölda smita hafa 34.366 látið lífið, eftir að tilkynnt var um 156 dauðsföll síðasta sólarhringinn í landinu.

Spánn er sjötta landið í heiminum þar sem smitin eru komin yfir eina milljón. Hin eru Bandaríkin, Indland, Brasilía, Rússland og Argentína, samkvæmt samantekt AFP-fréttastofunnar á opinberum tölum.

Dauðsföllum á Spáni vegna veirunnar hefur fækkað síðan seint í mars og apríl þegar reglulega létust yfir 800 manns á dag í landinu.

Sjúkraliðar hjálpa konu út úr sjúkrabíl á Spáni.
Sjúkraliðar hjálpa konu út úr sjúkrabíl á Spáni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert