Bandarískur geimfari tók þátt í forsetakosningunum

Kate Rubins skilaði atkvæði sínu frá Alþjóðageimstöðinni í dag.
Kate Rubins skilaði atkvæði sínu frá Alþjóðageimstöðinni í dag. AFP

Bandarískur geimfari kaus í forsetakosningunum vestanhafs utan kjörfundar frá Alþjóðageimstöðinni í dag. Kate Rubins telur mikilvægt að nýta kosningaréttinn, þrátt fyrir að vera stödd um 408 kílómetra yfir jörðinni. 

„Frá Alþjóðageimsstöðinni: Ég kaus í dag,“ sagði Rubins á Twitter. Rubins hóf sex mánaða verkefni í Alþjóðageimstöðinni í síðustu viku. 

Í tilkynningu frá NASA kemur fram að geimfarar kjósi rafrænt, en kjörseðlinum er komið til geimfara í gegnum tölvupóst. Árið 1997 samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings löggjöf sem heimilar geimförum að kjósa rafrænt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert