Sakharov-verðlaunin handa „öllum Hvít-Rússum“

Svetlana Tikhanovskaya á blaðamannafundi í síðustu viku.
Svetlana Tikhanovskaya á blaðamannafundi í síðustu viku. AFP

Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, segist vera „mjög ánægð“ með að Evrópuþingið hefði veitt hreyfingunni sem hefur barist gegn forseta landsins Sakharov-mannréttindaverðlaunin.

„Þetta eru ekki mín persónulegu verðlaun. Þetta eru verðlaun handa öllum Hvít-Rússum,“ sagði hún við blaðamenn í Kaupmannahöfn þar sem hún er stödd.

„Það er mér heiður að tilkynna að mennirnir og konurnar sem hafa tekið þátt í lýðræðislegu mótmælunum í Hvíta-Rússlandi eru handhafar Sakharov-verðlaunanna árið 2020,“ sagði David Sassoli, forseti Evrópuþingsins, á Twitter fyrr í morgun, og hvatti fólkið til að halda baráttunni áfram. 

mbl.is