Síðustu kappræður forsetaefnanna í beinni

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden forsetaefni demókrata.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden forsetaefni demókrata. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Joe Biden, for­setafram­bjóðandi demó­krata, eig­ast við í lokakapp­ræðum sín­um í nótt en inn­an við tvær vik­ur eru þangað til for­seta­kosn­ing­arn­ar í land­inu fara fram.

Flest­ir sér­fræðing­ar voru sam­mála um að síðustu kapp­ræður þeirra í sjón­varps­sal hafi verið á lágu plani. Mikið var um frammíköll og upp­nefni, sem varð til þess að skipu­leggj­end­ur ákváðu að slökkva á hljóðnem­um þeirra í nótt þegar við á í von um að halda hlut­un­um á siðleg­um nót­um.

Kappræðurnar hefjast klukkan 1 að íslenskum tíma, en hægt er að fylgjast með þeim í beinu streymi hér að neðan. 

Þá verður mbl.is með beina lýsingu af kappræðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert