Yfir 50 milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar

Langar raðir hafa myndast fyrir utan kjörstaði víða í Bandaríkjunum.
Langar raðir hafa myndast fyrir utan kjörstaði víða í Bandaríkjunum. AFP

Yfir 50 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum vestanhafs utan kjörfundar. Síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja, Joe Biden og Donald Trump, fóru fram í Tennessee í nótt. 

Á svipuðum tíma­punkti fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016 höfðu sex millj­ón­ir kosið utan kjör­fund­ar. Sér­fræðing­ar segja að auk­inn fjöldi þeirra sem kjósi utan kjör­fund­ar sé bein af­leiðing kór­ónu­veiru­heims­far­ald­urs­ins en hann hef­ur leitt af sér að marg­ir leiti leiða til að þurfa ekki að mæta á kjörstað á kjör­dag, sem er 3. nóvember. 

Samkvæmt gögnum frá háskólanum í Flórída hafa 35 milljónir kjósenda póstlagt atkvæði sitt og rúmlega 15 milljónir hafa greitt atkvæði í eigin persónu utan kjörfundar. 

Frétt­ir herma að fleiri demó­krat­ar en re­públi­kan­ar séu á kjör­skrá um þess­ar mund­ir og að þeir hafi kosið í meira mæli en re­públi­kan­ar. Töl­ur gefa einnig til kynna að kon­ur og svart­ir séu í meiri­hluta þeirra sem kosið hafa snemma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert