13 létust í sjálfsvígsárás

AFP

Að minnsta kosti 13 létust og 30 eru særðir eftir sjálfsvígsárás skammt frá menntamiðstöð í höfuðborg Afganistan, Kabúl, fyrr í dag.

Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins, Tareq Arain, reyndi árásarmaðurinn að komast inn í menntamiðstöðina en var stoppaður af öryggisvörðum. Virkjaði hann þá sprengiefnið sem hann var með á sér í sundi við bygginguna.

Boðið er upp á þjálfun og námskeið fyrir nemendur á framhaldsskólastigi í menntamiðstöðinni í miðborg Kabúl. 

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka og eins fjöldi særðra.

mbl.is