Aldrei jafn mörg smit á sólarhring

Nýtt met var slegið hvað varðar fjölda nýrra smita í Bandaríkjunum í gær er staðfest kórónuveirusmit fóru yfir 83 þúsund á einum sólarhring. Aldrei áður hafa smitin verið yfir 80 þúsund talsins á 24 tímum.

Jerome Adams, land­lækn­ir Banda­ríkj­anna, varar við því að innlögnum fjölgi hratt á sjúkrahúsum en á sama tíma segir hann að dauðsföllum fækki þar sem betri þjónusta sé í boði fyrir sjúklinga. 

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við þeirri þróun sem á sér nú stað á norðurhluta heimsins og að næstu mánuðir eigi eftir að reynast erfiðir segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. 

Samkvæmt smittalningu, Covid Tracking Project, hafa tæplega 8,5 milljónir smita verið staðfest í Bandaríkjunum frá upphafi Covid-19 faraldursins. Ný smit voru rúmlega 83 þúsund talsins og eru því rúmlega sex þúsund fleiri en þegar þau voru flest þann 17. júlí, 76.842.

Á einni viku hafa tæplega 442 þúsund ný smit verið staðfest í Bandaríkjunum og hafa aldrei verið fleiri á einni viku síðan í lok júlí. Á sama tíma fjölgar innlögnum á sjúkrahús og dauðsföllum tengdum Covid-19 í Bandaríkjunum.

Washington Post

BBC

mbl.is