Covid-baráttan mun standa fram á næsta sumar

AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franska þjóðin eigi eftir að glíma við kórónuveiruna að minnsta kosti fram á mitt næsta ár, en þar hafa kórónuveirutilfellin komin yfir eina milljón. 

Frönsk yfirvöld greindu frá því í gær að yfir 40.000 ný tilfelli hefðu greinst og að 298 hefðu látist af völdum Covid-19. Svipaða sögu var að segja af Rússum, Pólverjum, Ítölum og Svisslendingum í gær, að því er BBC greinir frá. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að þessi mikla fjölgun smita í Evrópu sé krítísk stund í baráttunni við veiruna. WHO kallar eftir því við stjórnvöld að þau grípi hratt til aðgerða svo álagið á heilbrigðisstofnanir verði ekki of mikið. 

Á undanförnum 10 dögum hafa tölur yfir dagleg smit í Evrópu tvöfaldast. Alls hafa 7,8 milljónir smitast af kórónuveirunni í Evrópu og þar hafa 247.000 manns látist. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert