Komin á heljarþröm

Strand bókabúðin á Manhattan.
Strand bókabúðin á Manhattan. Ljósmynd/Wikipedia.org/Ajay Suresh

Eitt helsta kennileiti New York-borgar, Strand-bókabúðin, er á heljarþröm og biðlar eigandi búðarinnar til viðskiptavina um að koma henni til hjálpar. Strand-bókabúðin hefur verið starfrækt í 93 ár.

„Við höfum staðið nánast allt af okkur í 93 ár,“ segir Nancy Bass-Wyden, eigandi Strand-bókabúðarinnar sem afi hennar stofnaði árið 1927. 

Kreppan mikla, tvær heimsstyrjaldir, stórar keðjur bókaverslana, rafbækur og stór ferlíki á netinu. Við erum síðasta bókabúðin af 48 sem enn er starfandi af hinni þekktu bókabúðaröð á Manhattan,“ segir hún.

„Vegna áhrifa af Covid-19 getum við ekki lifað af minnkun gangandi umferðar, auk ferðamanna og engra atburða í versluninni,“ segir Bass-Wyden.

Hún segir að tekjur Strand hafi dregist saman um tæp 70% á milli ára og að lán frá ríkissjóði og varasjóður hafi komið búðinni í gegnum fyrstu átta mánuði farsóttarinnar. En nú sé svo komið að þetta gangi ekki upp lengur.

New York hefur orðið illa úti í farsóttinni og hafa fyrirtæki þar mörg hver átt í verulegum rekstrarerfiðleikum.

Sjá nánar hér

mbl.is