Trump búinn að kjósa

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, greiddi atkvæði á bókasafninu í Palm …
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, greiddi atkvæði á bókasafninu í Palm Beach. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ákvað að kjósa snemma í forsetakosningunum og að eigin sögn greiddi hann Trump atkvæði sitt á bókasafni sem gegnir hlutverki kjörstaðar í West Palm Beach, Flórída, í dag.

Trump á hús í ríkinu og flutti lögheimili sitt þangað frá New York á síðasta ári.

Tæplega 55 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar kosið forseta enda er erfiðara en oft áður að greiða atkvæði í Bandaríkjunum vegna Covid-19. 

Trump segir miklu öruggara að greiða atkvæði með þessum hætti heldur en að senda atkvæði með pósti. Hann hefur ítrekað sagt að slík leið bjóði upp á svindl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert