Neyðarstigi lýst yfir á Spáni

AFP

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, hefur lýst yfir neyðarstigi í landinu öllu vegna fjölgunar nýrri kórónuveirusmita. Þetta kemur fram í frétt El País.

Útgöngubann verður sett á frá klukkan 23 og gildir það til sex á morgnana. Stjórnir einstakra héraða geta breytt tímasetningu útgöngubannsins til og frá um klukkustund en eru skyldug til að koma á útgöngubanni að næturlagi. Bannið gildir í 15 daga en ef spænska þingið samþykkir neyðarlögin þá er hægt að framlengja útgöngubanninu um allt að sex mánuði.

Landamæri Spánar verða áfram opin en héraðsstjórnir geta valið að loka mörkum héraða telji þær þörf á. Jafnframt verða settar harðar reglur varðandi fjölda sem má koma saman. Sanchez segir að að öll Evrópa sé að bæta í hvað varðar sóttvarnareglur enda sé ástandið langt frá því að vera eðlilegt í álfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert